Ferill 526. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 988  —  526. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um bókasafnsfræðinga, nr. 97/1984.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þóru Óskarsdóttur frá menntamálaráðuneyti, Ingu Rún Ólafsdóttur og Maríu Frímannsdóttur frá Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga og Þórdísi Þórarinsdóttur og Svövu Friðgeirsdóttur frá Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræða.
    Með frumvarpinu er lagt til að lagaákvæði um lögbundið starfsheiti bókasafnsfræðinga verði löguð að þeim breytingum sem orðið hafa á námi og þar með starfssviði bókasafnsfræðinga. Í frumvarpinu er enn fremur lagt til að námskröfur til þeirra sem sækja um leyfi til þess að bera starfsheitið bókasafns- og upplýsingafræðingur verði gerðar skýrari.
    Kristinn H. Gunnarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.


Alþingi, 27. mars 2001.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Sigríður Jóhannesdóttir.


Tómas Ingi Olrich.



Ólafur Örn Haraldsson.


Einar Már Sigurðarson.


Árni Johnsen.



Kolbrún Halldórsdóttir.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.